Tíu greindust með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring, sex voru í sóttkví við greiningu eða 60%. Átta greindust í einkennasýnatöku en tveir í handahófsskimun.

Ellefu reyndust smitaðir á landamærum í gær, sjö voru með virkt smit, tveir með mótefni en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar vegna tveggja sýna.

Alls er nú 232 í einangrun með virkt smit á landinu og 318 eru í sóttkví .

Færri eru inniliggjandi á sjúkrahúsi en í gær eða 52 og fækkar því um einn frá því í gær. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild.

Alls voru tek­in 622 sýni inn­an­lands en 299 á landa­mær­un­um í gær.

Nýgengi, innanlandssmita mælist nú 48,5.

Fréttin hefur verið uppfærð.