Að minnsta kosti þrjú ný smit hafa bæst við á Reyðar­firði í tengslum við smitin í Grunn­skóla Reyðar­fjarðar og leik­skólans Lyng­holts. Unnið er að því að ljúka greiningu á 250 sýnum sem tekin voru í bænum í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn á Austurlandi.

Ní­tján manns séu í ein­angrun og tals­verður fjöldi í sótt­kví. Þá sé smitrakning enn í fullum gangi svo fjöldi þeirra sem eru í sótt­kví gæti aukist eftir því sem líður á daginn.

Bæði skólinn og leik­skólinn eru á­fram lokaðir í dag. Vegna þessara nýju smita hefur verið tekin á­kvörðun um að allir nem­endur í 4. til 10. bekk í skólans verði beðnir um að fara í ein­kenna­sýna­töku á Heilsu­gæslunni á Reyðar­firði í dag.

Þá eru allir sem hafa ein­kenni eða telja sig hafa verið í sam­skiptum við smitaðan aðila hvattir til að mæta í sýna­töku.

Að­gerðar­stjórn hvetur fólk til að fara var­lega um helgina og huga vel að per­sónu­legum sótt­vörnum.