Þrír greindust með kórónaveiruna innanlands í gær og eru nú 198 í einangrun með virkt smit hér á landi. Af þeim sem greindust í gær voru tveir í sóttkví og eru nú 220 í sóttkví innanlands en þeim fjölgar um fimmtán milli daga.

Á spítala eru nú 45 á sjúkrahúsi og fækkar þeim um sjö frá því í gær. Af þeim eru nú tveir á gjörgæslu en þeim fækkar um einn.

Á landamærunum greindust ellefu manns með veiruna en af þeim var aðeins einn með mótefni, allir hinir reyndust vera með virkt smit. Alls eru nú 806 manns í skimunarsóttkví en þeim fjölgar um rúmlega 50 milli daga.

Aðeins voru tekin 260 sýni innanlands í gær og rúmlega 250 á landamærunum en heildarfjöldi sýna hefur ekki verið lægri frá því í júlí.

Fréttin hefur verið uppfærð.