Þrjú sýni til við­bótar greindust já­kvæð í Vest­manna­eyjum í kvöld. Þetta kemur fram í til­kynningu frá að­gerðar­stjórn í Vestmannaeyjum. Stað­fast CO­VID-19 smit í Eyjum eru því orðin 57 talsins. Allir þeir sem greindust í kvöld voru þegar komnir í sótt­kví, segir í tilkynningunni. Fjöldi þeirra sem settir hafa verið í sótt­kví er 594 og 173 hafa lokið sótt­kví.

„Brýnt er fyrir fólki nú sem endra­nær að fara að leið­beiningum, halda tveggja metra fjar­lægð við náungann og hjálpa til við að hefta út­breiðslu sjúk­dómsins. Saman gengur okkur betur,“ segir í til­kynningunni