Þrjár konur fundust látnar í morgun í miðborg Rómar. Yfirvöld telja mögulegt að um einn og sama morðingja sé að ræða.

Það var húsvörður íbúðarbyggingar fann fyrstu konuna á annarri hæð byggingarinnar. Hann hringdi tafarlaust í lögreglu sem mætti á staðinn og fann skömmu síðar lík af annarri konu. Lögregla telur að báðar konurnar hafi verið myrtar.

Báðar eru konurnar af Kínverskum uppruna og er talið að þær hafi starfað sem vændiskonur. Ekki hefur tekist að staðfesta nöfn kvennanna.

Þriðja konan fannst látinn í annarri íbúð sem staðsett er í um 600 metra fjarlægð. Það var systir fjórnarlambsins sem sendi inn tilkynningu um morðið en fórnarlambið var með djúpt stungusár á bringunni.

Hinar tvær konurnar virtust einnig hafa verið drepnar með eggvopni.

Rannsókn fer nú fram hvort morðin tengist en lögregla telur sig ekki geta útilokað að svo sé.

Íbúar heyrðu ekkert

Athygli hefur vakið að enginn íbúa í þeim byggingum sem morðin áttu sér stað í heyrðu nein öskur eða neitt sem benti til þess að morð hefði verið framið.

Lögregla skoðar nú eftirlitsmyndavélar á svæðinu til þess að athuga umgang í húsunum.