Rúmar þrjár vikur eru nú síðan að Banda­ríkja­menn gengu til kosninga en eins og staðan er í dag hafa 25 ríki, sem og Was­hington D.C., stað­fest úr­slit kosninganna í ríkjunum. Þrjú lykil­ríki stað­festu úr­slit sín í dag og í gær, Penn­syl­vanía, N­evada og Norður-Karó­lína. Joe Biden fékk þar Penn­syl­vaníu og N­evada en Donald Trump fékk Norður-Karó­línu.

Önnur lykil­ríki sem hafa þegar stað­fest úr­slit kosninganna eru Flórída, Georgía, Min­nesota og Michigan en Biden var stað­festur sigur­vegari kosninganna í öllum þeim ríkjum, fyrir utan Flórída. Michigan stað­festi úr­slitin síðast­liðinn mánu­dag og reyndist það vera á­kveðið högg fyrir Trump, þar sem hann hefur haft mikið fyrir því að snúa niður­stöðunum í ríkinu og lýsti því meira að segja yfir fyrr í mánuðinum að hann hafði sigrað þar.

Fáir möguleikar fyrir Trump

Líkt og áður hefur verið greint frá lýstu fjöl­miðlar vestan­hafs Biden sigur­vegara kosninganna laugar­daginn 7. nóvember en vegna fjölda póst­at­kvæða í ljósi kóróna­veirufar­aldursins var nokkur töf á niður­stöðum í nokkrum helstu ríkjunum. Það var að lokum Penn­syl­vanía, og 20 kjör­menn ríkisins, sem færðu Biden sigurinn.

Þrátt fyrir að það virðist ljóst að Joe Biden sé til­vonandi for­seti Banda­ríkjanna hefur Trump neitað að játa sig sigraðan og í­trekað haldið því fram að um kosninga­svindl hafi verið að ræða. Teymi Trumps hefur höfðað þó nokkur mál fyrir dóm­stólum vegna meints kosninga­svindls en nánast öllum þeirra hefur verið vísað frá eða kærurnar dregnar til baka. Fyrr í vikunni gaf Trump stoðþjónustu Bandaríkjanna leyfi til þess að hefja ferlið í kringum valdaskiptin til Bidens.

Kjörmenn greiða atkvæði 14. desember

Tíminn er nú naumur fyrir Trump en öll ríki Banda­ríkjanna verða að vera búin að stað­festa úr­slit kosninganna fyrir 14. desember næst­komandi, þegar kjör­menn ríkjanna koma saman og greiða at­kvæði sín til for­seta. Til að vera kjörinn for­seti þarf fram­bjóðandi að fá 270 kjör­menn eða fleiri en ef miðað er við stöðuna núna má gera ráð fyrir að Biden fái 306 kjör­menn.

Að því er kemur fram á heima­síðunni Ball­ot­Pedia þurfa tvö ríki að stað­festa úr­slit kosninganna í dag og fimm til við­bótar næst­komandi mánu­dag, þar á meðal Arizona sem Trump hefur einnig haft auga­stað á. Síðasta ríkið sem stað­festir úr­slit kosninganna verður síðan Kali­fornía þann 11. desember. At­kvæði kjör­manna verða síðan talin í byrjun janúar og tekur nýr for­seti við em­bætti á há­degi 20. janúar 2021.


Click the map to create your own at 270toWin.com