Þrjú létust í skot­á­rás í borginni Langl­ey í Bresku-Kólumbíu í dag. Á­rásar­maður er meðal þeirra sem létust en á­rásin er sögð hafa beinst að heimilis­lausum. BBC greinir frá.

Klukkan sex á staðar­tíma barst lög­reglunni til­kynning um skot­á­rás í borginni Langl­ey, sem liggur um 40 kíló­metra frá Vancou­ver.

Fólk í grennd við árásina fékk þessi skilaboð send í símann.
Fréttablaðið/Getty

Á­rásar­maðurinn myrti tvo ein­stak­linga og slasaði tvo aðra. Lög­reglan skaut síðan á­rásar­manninn til bana.

Þau tvö sem slösuðust voru flutt á sjúkra­húsið í Langl­ey þar sem hlúið verður að þeim. Ein kona er sögð vera al­var­lega slösuð, á­samt manni sem hlaut á­verka á fæti.

Lög­reglan segir of snemmt til að segja hvaða á­stæður hafi legið að baki á­rásarinnar eða hvort á­rásar­maðurinn sé tengdur fórnar­lömbunum en á­rásin virðist hafa beinst að heimilis­lausum.