Þrjú já­kvæð sýni greindust á veiru­fræði­deild Land­spítalans í dag. Alls voru þúsund sýni tekin og búið er að greina 660 af þeim. Þetta kom fram í kvöld­fréttum RÚV.

Karl G. Kristins­son, yfir­læknir veiru­fræði­deildarinnar, segir ekki vitað hvort þetta séu virk smit eða gömul smit eða hvort þetta séu smit úr skimun á landa­mærunum.

Endan­leg niður­staða úr sýna­töku dagsins birtist á vef co­vid.is klukkan 11 á morgun.