Í liðinni viku voru þrjú ís­lensk fiski­skip staðin að meintum ó­lög­legum veiðum innan lokaðra svæða í ís­lensku efna­hags­lög­sögunni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni.

Á þriðju­dags­kvöld urðu varð­stjórar í stjórn­stöð Land­helgis­gæslunnar varir við að fiski­skip væri á tog­ferð innan lokaðs hólfs þar sem ekki er heimilt að veiða með fiski­botn­vörpu, segir í til­kynningu Land­helgis­gæslunnar.

Skip­stjórinn sagðist ekki hafa vitað af lokuninni og var varð­skipið Týr sent á staðinn. Eftir­lits­menn varð­skipsins fóru um borð þegar skipið kom til hafnar og fram­kvæmdu rann­sókn.

Varð­stjórar í stjórn­stöð urðu einnig á­skynja um meintar ó­lög­legar veiðar tveggja fiski­skipa til við­bótar. Land­helgis­gæslan hafði sam­band við bæði skipin sem voru einnig innan lokaðra svæða. Öll málin verða kærð til lög­reglu.

Léttbátur Landhelgisgæslunnar við eftirlit.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan við eftirlit í síðustu viku.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan hefur kært öll þrjú málin til lögreglu.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan