Þrír greindust með Covid-19 veiruna innanlands síðastliðinn sólarhring og voru tveir í sóttkví við greiningu. Fjöldi smita stendur í stað frá því í gær þegar þrjú smit greindust og tvö voru utan sóttkvíar.

Alls eru nú 75 í einangrun með virkt smit hér á landi og fækkar fólki í einangrun um níu á milli daga. 483 eru í sóttkví og 969 í skimunarsóttkví.

Á landamærunum reyndist einn farþegi vera jákvæður fyrir veirunni og var sá einstaklingum með virkt smit. Alls voru tekin 626 sýni á landamærunum í gær.

Innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 fækkar milli daga og eru tveir nú inniliggjandi á spítala. Annar þeirra eru á gjörgæslu.