Þrjú innanlandssmit greindust í gær og eru nú 83 í einangrun með virkt smit hér á landi.

Tveir voru með jákvætt sýni við landamæraskimun og bíða niðurstöðu mótefnamælingar. 734 einstaklingar eru í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 64 milli daga. Einn liggur á legudeild Landspítalans með smit.

233 sýni voru greind í gær hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 534 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 2.268 sýni voru tekin við landamæraskimun, samkvæmt upplýsingum á covid.is.

Eitt innanlandsmit greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu en hin hjá Landspítalanum.

Nýgengi innanlandssmita er nú 18,5 samkvæmt covid.is. Þar er átt við fjölda nýgreindra smita á hverja 100 þúsund íbúa á síðustu 14 dögum.

Farið verður betur yfir stöðu mála á upplýsingafundi klukkan 14.

Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn yfir framgang faraldursins hér á landi. Gestur að þessu sinni verður Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Fréttin hefur verið uppfærð.