Þrjú innanlandssmit greindust í gær og eru nú 112 í einangrun með virkt smit hér á landi. Einn er í öndunarvél á gjörgæslu vegna COVID-19.

Tvö virk smit greindust við landamæraskimun og bíða tveir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 946 eru nú í sóttkví og fjölgaði um 32 frá deginum áður, samkvæmt upplýsingum á covid.is.

581 sýni var greint á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og voru 2.430 sýni greind við landamæraskimun.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Alma Möller, landlæknir, fara að venju yfir stöðu mála varðandi framgang faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, formaður Hinsegin daga.

Fréttin hefur verið uppfærð.