Tæp­lega sex hundruð jarð­skjálftar voru stað­settir af Veður­stofu Ís­lands í vikunni og af þeim var mest á Reykja­nes­skaganum eða um þrjú hundruð skjálftar. Jarð­skjálfta­hrina stendur nú yfir á Reykja­nes­tá og voru tveir skjálftar yfir þrjá að stærð þar í morgun.

Hrinan hófst á níunda tímanum í morgun, um sjö kíló­metra vest­suð­vestur af Reykja­nes­tá. Klukkan 9:27 mældist einn skjálfti 3,2 að stærð og klukkan 9:34 var annar skjálfti 3,5 að stærð. Rúmlega hundrað skjálftar hafa þegar mælst í hrinunni samkvæmt Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.

Veður­stofan hafði ekki fengið neinar til­kynningar um að fólk hafi fundið fyrir þessum stærstu skjálftum þegar at­huga­semdir jarð­vísinda­manns voru ritaðar skömmu fyrir hálf tólf í dag. Þó er ekki úti­lokað er að þeir hafi fundist á Reykja­nes­skaganum.

Tveir skjálftar yfir þrír á stærð mældust við Reykjanestá.
Fréttablaðið/Eyþór

Þeir skjálftar sem mældust ekki á Reykja­nes­skaganum voru dreifðir á hefð­bundna staði. Vikuna á undan voru einnig um sex hundruð jarð­skjálftar stað­settir með mæla­kerfi veður­stofunnar.

Nánar má fylgjast með yfir­förnum skjálftum í Skjálfta-Lísu.