Múrbrjótur, viðurkenning Landssamtakanna Þroskahjálpar, var afhentur í dag, 3. desember, á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks.

Þórir Gunnarsson fékk viðurkenningu vegna baráttu hans fyrir aðgengi að listnámi án aðgreiningar og framlag sitt á sviði lista.

Harpa Björnsdóttir fékk viðurkenningu vegna baráttu fyrir lista- og menningarlífi án aðgreiningar.

Kristinn Jónasson fékk viðurkenningu fyrir mikilvægt framtak og öflugt íþróttastarf í þágu fatlaðra barna.

Vakin athygli á málefnum

Alþjóðadagur fatlaðs fólks var fyrst haldinn árið 1992 af Sameinuðu þjóðunum í þeim tilgangi að vekja athygli á málefnum og réttindum fatlaðs fólks um allan heim og til að auka vitund almennings um mikilvægi þess að skapa samfélög án aðgreininar þar sem fatlað fólk er þátttakendur á öllum sviðum.

Þroskahjálp hefur frá árinu 1993 haldið upp á þennan dag með því að veita Múrbrjóta. Múrbrjóta hljóta þau sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og þannig sýnt mikilvægt frumkvæði og framtak við að brjóta niður múra í samfélaginu, sem og viðhorfum fólks sem hindra að fatlað fólk fái þau tækifæri sem það á að njóta til jafns við aðra.