Sjúkratryggingum Íslands hafa borist 51 umsókn vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Bótaskylda hefur verið samþykkt í þremur málum en þau eru enn í vinnslu og því hafa engar bætur verið greiddar.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu til velferðarnefndar Alþingis sem birtist í gær.

Í svarinu kemur fram að það liggi ekki fyrir hvort tjón nái lágmarki í þeim málum sem samþykkt hafa verið.

Lágmarksbætur vegna tjóns eru 128 þúsund og hámarksbætur 13 milljónir. Þá segir að þremur málum hafi verið synjað.