Síðasta at­hugun á snjó­flóða­hættu á Esju­svæðinu var gerð síðast­liðinn sunnu­dag. Þetta segir sér­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands í sam­tali við Frétta­blaðið. Þrjú ár eru síðan maður lést í snjó­flóði á þekktri göngu­leið í Esjunni, og í apríl sama ár féll snjó­flóð undan manni í fjallinu. Þá létust tveir í snjó­flóði á fjallinu árið 1979.

Snjó­flóða­vöktun Veður­stofunnar fyrir suð­vestur­horn landsins hófst seinasta vetur og er enn á til­rauna­stigi að sögn sér­fræðings í ofan­flóðum hjá Veður­stofu Ís­lands.

Snjó­flóða­hætta á minni fjöllum

Auður Elva Kjartans­dóttir, sér­fræðingur í ofan­flóðum hjá Veður­stofunni, segist ekki vera með ná­kvæmar tölur yfir hversu mörg snjó­flóð falli á suð­vestur­horni landsins, en lík­lega hlaupi þau á tugum. Það eigi við um öll fjöll á suð­vestur­horninu en ekki séu til ná­kvæmar tölur um Esjuna og fjöllin þar í kring. Snjó­flóða­hætta sé þá ekki ein­göngu á stærri fjöllum.

„Það eru lítil flóð í Úlfars­fellinu, það eru flóð í vestan­verðu Mos­felli. Það er í mörgum af þessum lágu fellum þar sem brekkur eru brattar,“ segir Auður.

Sama aðferð og erlendis

Snjó­flóða­hætta er metin út frá gögnum sem eru fengin með því að grafa gryfjur í snjóinn og skoða þannig snjóa­lög auk þess sem fylgst sé með veðri undan­farinna daga. Hversu oft slíkar at­huganir eru gerðar fari eftir veðri og fleiri þáttum. „Það fer bara eftir að­stæðum, þetta er ekki eitt­hvað sem er hægt að gera á x tíma fresti.“

Auður tekur fram að snjó­flóða­spárnar á vef Veður­stofunnar séu ekki gerð fyrir ein­staka fjöll eða gil, heldur fyrir stór land­svæði.

„Þetta er ekki fyrir ein­stök gil eða ein­stök fjöll, heldur stór land­svæði og þetta er mjög hefð­bundið form að miðla upp­lýsingum um snjóa­lög, bara á heims­vísu.“

Hún segir að spárnar og við­vararnir séu gerðar á sama hátt hér og á skíða­svæðum í Evrópu og við­varanirnar gefnar út á sama hátt. „Þetta er eitt af því sem fjalla­menn þekkja og geta skoðað áður en þeir halda til fjalla.“

Esjan hættu­legust

Lands­björg sagði frá því á vef­síðu sinni árið 2017 að Esjan væri það fjall á Ís­landi sem flestir hefðu látist á. Þar segir einnig frá því að Ferða­fé­lag Ís­lands hefur gert á­hættu­mat fyrir nokkrar af þekktum göngu­leiðum í Esjunni.