Hópur bólu­settra Ísraela sem eru í fríi á Ís­landi eru smitaðir af kórónu­veirunni. Þetta kemur fram í frétt ísraelska miðilsins N12 en Jeru­salem Post segir frá.

Í fréttinni segir að nokkrir þeirra hafa þurft að leggjast inn spítala á Ís­landi vegna veikinda sinna en allt lítur út fyrir að einn í hópnum hafi farið smitaður í flug og smitað hina á leiðinni til landsins.

Yfir­völd í Ísrael undir­búa nú sér­stakt sjúkra­flug til að flytja ferða­mennina aftur til heima­landsins.

Sam­kvæmt N12 eru flestir ein­kenna­lausir en einn Ísraeli er al­var­lega veikur.

Ís­land er á appel­sínu­gulum lista hjá Ísrael og þurfa því allir ferða­menn sem koma frá Ís­landi að fara í sjö daga sótt­kví og fram­vísa tveimur nei­kvæðum PCR-prófum við heim­komuna.