Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti hefðbundnu eftirliti í nótt og gærkvöld en á þeim tíma bárust lögreglu þrjár tilkynningar um líkamsárásir.

Um korteri yfir átta var kallað til lögreglu vegna minniháttar líkamsárásar í miðbænum. Þegar lögreglu bar að garði var gerandi farinn en vitað er hver var þar á ferðinni.

Á svipuðum tíma var maður handtekinn vegna líkamsárása og hótana á lögreglustöð þrjú. Sá var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Annar maður var handtekinn fyrir líkamsárás klukkan hálf tvö í nótt. Þolandi var fluttur á bráðamóttöku með stungusár.

Lögregla hafði einnig afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.