Þrjár konur hafa nú sakað ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo, um kynferðislega áreitni í þeirra garð en tvær þeirra störfuðu fyrir hann þegar brotin voru framin.
Fyrsta konan, Lindsey Boylan, steig fyrst fram í fyrra og önnur kona, Charlotte Bennett, steig fram um helgina í viðtali við New York Times en hún birti einnig opinbera yfirlýsingu eftir að Cuomo tjáði sig um málið á sunnudag. New York Times greindi síðan frá ásökunum þriðju konunnar, Anna Ruch, í gær.
Boylan sakaði Cuomo um að hafa kysst sig á varirnar og beðið sig um að spila fatapóker um borð einkaþotu hans. Bennett steig fram í kjölfarið og sagði Cuomo hafa spurt út í kynlíf hennar, hvort hún aðhyllist einkvæni, og hvort hún hafi stundað kynlíf með eldri karlmönnum. Hún sagðist túlka ummæli Cuomo sem svo að hann væri að reyna við hana.
Breaking News: A second former aide to Governor Andrew Cuomo of New York accused him of sexual harassment. Cuomo denied any impropriety and called for an outside review. https://t.co/w3s2Ivnuj0
— The New York Times (@nytimes) February 27, 2021
Cuomo birti yfirlýsingu um ásakanirnar á sunnudag þar sem hann neitaði að hafa reynt við konurnar og þvertók fyrir það að hafa snert neinn á óviðeigandi hátt. Hann sagðist þó skilja að hegðun hans gæti hafa verið túlkuð sem óviðeigandi í ljósi stöðu hans og baðst afsökunar til „þeirra sem leið þannig.“
Spurði hvort hann mætti kyssa hana
Í gær steig síðan Ruch fram en hún lýsti því að hafa hitt Cuomo í brúðkaupsveislu haustið 2019. Að hennar sögn snerti Cuomo hana á bert bakið og þegar hún ýtti hendi hans frá sagði hann að hún væri „árásargjörn.“ í kjölfarið hafi hann sett hendur sínar á kinnar hennar og spurt hvort hann mætti kyssa hana.
Breaking: A third woman has accused Cuomo of over-the-line behavior. Incredibly, a photographer caught the moment, and this look on her face: https://t.co/NnKCs1Y7WF pic.twitter.com/Smr4hNiKKp
— Jodi Kantor (@jodikantor) March 2, 2021
„Ég var svo ringluð og hneyksluð og vandræðaleg,“ sagði Ruch í samtali við New York Times um málið og er frásögn hennar staðfest af myndum frá umræddu kvöldi. Talsmaður Cuomo vildi ekki tjá sig beint um mál Ruch þegar þess var leitað heldur vísaði aðeins til yfirlýsingarinnar frá því á sunnudag.
Cuomo hefur sætt mikilli gagnrýni síðastliðnar vikur eftir að hann var sakaður um að leyna fjölda látinna af völdum COVID-19 á hjúkrunarheimilum, auk þess sem hann hefur verið sakaður um einelti.
Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú mál hjúkrunarheimilanna en margir hafa kallað eftir því að Cuomo segi af sér vegna málsins.
New York Governor Andrew Cuomo has retained a prominent white-collar criminal defense lawyer to represent his office in a federal investigation into the state’s misreporting of COVID-19 deaths among nursing home residents https://t.co/YuTwQxgk1F
— Reuters (@Reuters) March 2, 2021