Yfir­völd í Kína hafa til­skipað í­búum þrennra borga að halda sig innan borgar­markanna til að sporna gegn út­breiðslu kóróna­veirunnar. Veiran skekur nú austan­vert Kína en borgirnar sem um ræðir eru Wu­han, Ez­hou og Huang­gang. Saman­lagður í­búa­fjöldi þeirra telur yfir 20 milljónir íbúa.

Öllum sam­göngu­kerfum til og frá Wu­han var lokað í morgun og sam­göngur inn og út úr Ez­hou og Huang­gang munu verða bannaðar frá og með morgun­deginum. Fyrir­­­skipanir stjórn­valda þýði að strætis­­vagnar, neðan­jarðar­­lestir, ferjur auk annarra far­angurs­­kosta frá borginni verði tíma­bundið lögð niður. Auk þess sem fólki er meinað að yfir­­­gefa borgina á flug­velli og lestar­stöðvum borgarinnar.

Tæp­lega hundrað í lífs­hættu

Veiran hefur þegar dregið sau­tján manns til dauða og 95 sjúk­lingar eru í lífs­hættu. Talið að rúm­­lega 4000 manns séu sýktir en að­eins er búið að stað­festa 633 til­vik af þeim.

Veiran dreifir sér hratt og hafa þegar komið upp til­felli í Japan, Banda­ríkjunum, Taí­landi, Hong Kong og Kóreu. Þá hafa margir sýkst í öðrum hé­röðum Kína þar á meðal í höfuð­borginni Beijing þar sem öllum við­burðum tengdum kín­verska nýja árinu hefur verið af­lýst af ótta við aukinna smit­hættu.

Rykgrímur eru uppseldar í öllum apótekum í Wuhan.
Fréttablaðið/Getty

Líklegt að veiran berist til Evrópu

Búið er að stað­festa að veiran berist á milli manna en hún hafði áður að­eins þekkst meðal dýra. Minnst fimm­tán heil­brigðis­­starfs­­menn hafa greinst með veiruna eftir að hafa komist í snertingu við sýkta ein­stak­linga. Um er að ræða bráða lungna­bólgu sem ber ein­kenni flensu en hvorki eru til lyf né bólu­efni við sjúk­­dómnum.

Samkvæmt áhættumati ECDC frá því í dag er líklegt að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt.