Kol­brún Hrund Sigur­geirs­dóttir, verk­efna­stýra jafn­réttis­mála hjá Reykja­víkur­borg, kynnti á vor­blóti mennta­vísinda­sviðs Há­skóla Ís­lands og Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar þrí­víddar­prentaðan sníp sem hugsaður er til kyn­fræðslu.

Kol­brún segir í sam­tali við Frétta­blaðið að til­gangur kynningarinnar hafi verið tví­þættur, að kynna fyrir skólum þrí­víddar­prentarann sem Reykja­víkur­borg á og skólarnir mega fá lánaðan, og þá mögu­leika sem prentarinn býður upp á. Eins og að nota þrí­víddar­prentaðan sníp í kynfræðslu.

„Á Vor­blótinu var verið að kynna alls­konar nýjungar og hluti sem eru fyrir fólk sem er að vinna í kerfinu og eitt­hvað nýtt sem væri hægt að brydda upp á í kennslu og við vorum að kynna þrí­víddar­prentarann sem að Reykja­víkur­borg á og skólarnir geta fengið lánaðan. Ég á­kvað að nota tæki­færið því svo bæði er lítið talað og vitað um snípinn og hvernig hann raun­veru­lega lítur út og hvert hlut­verk hans er. Þetta er eina líf­færið sem hefur þann eina til­gang að veita unað en hann fær ó­trú­lega lítið pláss í kyn­fræðslu al­mennt,“ segir Kol­brún í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Kol­brún segir að hún hafi þannig á vor­blótinu slegið tvær flugur í einu höggi með því að kynna prentarann og finna nýjar leiðir til að ræða þetta afar merka líf­færi við börn og ungmenni.

„Við þyrftum kannski líka að fara að bjóða krökkunum að hand­fjatla og koma við og sjá hvernig þetta er í raun og veru af því að stundum erum við að vinna með úr­elt efni.“

Þvívíddarprentaður snípur.
Fréttablaðið/Ernir

Væri góð viðbót í kynfræðslu í dag

Kol­brún segir að enn sé ekki byrjað að nota slíka snípa í kyn­fræðslu í skólum en telur að það væri góð við­bót við þá kennslu sem börnum og ung­mennum stendur til boða í dag. Hún segir að í dag sé í tveimur skólum, Selja­skóla og Folda­skóla, nú í gangi til­rauna­verk­efni sem hófst í fyrra. Þar er veru­lega bætt í kyn­fræðslu og börn í öllum bekkjum fá um 12 til 15 klukku­stunda kennslu yfir allt skóla­árið. Að verk­efninu kemur bæði heilsu­gæslan og fé­lags­mið­stöðvarnar Fjör­gyn og Hólma­sel.

„Við erum að vinna að því að út­víkka hug­takið. Á fyrsta stigi erum við þannig að vinna með líkams­virðingu, sam­skipti, til­finningar og rétt heiti á líf­færum. Svo byggjum við ofan á og þá er mjög mikil­vægt að bjóða upp á fjöl­breyttar kennslu­að­ferðir, meðal annars með því að nýta tæknina,“ segir Kol­brún.

Kol­brún segir að það skorti veru­lega á fræðslu um snípinn í kyn­fræðslu en telur þó að það megi rekja til þess að ekki var í raun mikið vitað um hann, og til dæmis hversu stór hann raun­veru­lega er, fyrr en á tíunda ára­tugnum.

„Kennarar sem eru að kenna kyn­fræðslu í dag fengu ekki þessa fræðslu því við vissum þetta ekki þá. Þess vegna er svo mikil­vægt að þegar það koma fram nýjar upp­lýsingar að við séum dug­leg að veita krökkunum réttar upp­lýsingar,“ segir Kol­brún.

Snípurinn var víða á boli á Vorblótinu.
Fréttablaðið/Ernir

Kynfræðsla snúist um miklu meira en samfarir

Kol­brún segir að þótt sé verið að ræða til­finningar, líkams­virðingu og mörk við krakkana leggi þau mikla á­herslu á að fræðslan sé kölluð kyn­fræðsla.

„Oft upp­lifa þau að þau hafi ekki fengið neina kyn­fræðslu en samt er búið að tala við þau um fullt af hlutum. Til að þau tengi og átti sig á hvað er verið að gera er mikil­vægt að það sé kallað kyn­fræðsla. Af því að það er svo mikil­vægt að upp­lifa að kyn­fræðsla snýst ekki bara um sam­farir. Þetta er svo miklu meira,“ segir Kol­brún.

Hún segir að miðað við við­brögð krakkana í til­rauna­skólunum þá megi bæta miklu við þá fræðslu sem börn fá al­mennt í grunn­skóla Eins og henni er háttað í dag fara tala hjúkrunar­fræðingar um kyn­þroska­fræðslu í 6. bekk og kyn­lífs­fræðslu í 9. bekk.

„Ef þú ert lasin akkúrat á meðan sá tími er þá er lítið fræðsla sem þú færð og það verður að bæta úr því. Krakkarnir vilja miklu meira og við sjáum það í til­rauna­skólunum að þau eru rosa­lega á­nægð með það sem þau hafa verið að fá í vetur,“ segir Kol­brún.

Hún segir það sér­stak­lega ljóst eftir #met­oo að það þurfi að ræða miklu meira við krakkana.

„Börnin eru að fá of­boðs­lega miklar upp­lýsingar úr klámi. Þau eru að horfa mikið á það og byrja ung en hafa ekki for­sendur til að vega og meta hvað þau eru að horfa á. Ef enginn er að ræða við þau opin­skátt um muninn á kyn­lífi og klámi, hvernig eiga þau þá að vita hvar mörkin eru?“