Bol­víkingurinn Katrín Páls­dóttir varð um helgina Ís­lands­meistari í Ólympískri þrí­þraut sem fór fram á Laugar­vatni um helgina. Katrín kom í mark níu mínútum á undan Sigur­laugu Helga­dóttur sem varð önnur. Katrín fékk sjald­gæft lungna­krabba­mein, sem kallast carcin­oid, árið 2019 og skar Tómas Guð­bjarts­son, betur þekktur sem Lækna-Tómas, hálft hægra lungað burt.

Þrátt fyrir að vera með hálft hægra lunga hefur Katrín haldið á­fram að keppa með gleðina að vopni. Keppni helgarinnar fól í sér að synda 1,5 kíló­metra, hjóla 45 kíló­metra og hlaupa 10 kíló­metra. „Sigurinn kom mér á ó­vart.“

Katrín er með heilt lunga vinstra megin en hálft hægra megin. „Árið 2019 fékk ég krabba­meinið sem Tómas skar í burtu en þrátt fyrir það fór ég fimm vikum síðar í hálfan Járn­kall í Indónesíu og náði góðum tíma,“ segir hún.

Katrín finnur ekkert fyrir neinum ein­kennum og er heldur ekkert að velta því fyrir sér að hún sé að­eins með hálft lunga hægra megin. „Ég varð aldrei veik í hausnum þannig að ég spáði aldrei neitt mikið í þessu. Ég hélt bara á­fram að æfa og er al­mennt ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég get ekki breytt neinu þannig að ég er frekar í gleðinni.“

Sigurinn kom Katrínu á óvart. Hér með verðlaunabikarinn.
Mynd/Aðsend

Katrín starfar sem fjár­mála­stjóri hjá Bolungar­víkur­kaup­stað og æfir tvisvar á dag, fyrir vinnu og svo seinni partinn eftir að skyldu­störfum lýkur. „Sund­laugin hér er mjög lítil, bara 16 metra löng, þannig að ég syndi hring eftir hring. Svo hjóla ég sömu götuna fram og til baka og hleyp sama stíginn.“ Þrátt fyrir að­stöðu­leysið stefnir hún hátt en dag­skrá Katrínar út árið er þétt bókuð.

Í dag hefst Örnu-hjól­reiða­keppnin þar sem hjólaðir eru heilir 960 kíló­metrar um Vest­firði. Þar verður Katrín meðal kepp­enda. Hún fer til Munchen í ágúst með ís­lenska lands­liðinu að keppa í sprett­þraut og sama mánuð verður Gra­vel World í Nebraska þar sem Lauf-liðið verður. „Ég er ekki alveg búin með upp­talninguna því í októ­ber verður heill Járn­kall haldinn í Barcelona. Þar eru syntir 3,8 kíló­metrar, hjólaðir 180 kíló­metrar og svo heilt mara­þon.“

„Ef fólk langar að gera eitt­hvað og ef því finnst það skemmti­legt þá er allt hægt. En ef þetta er leiðin­legt þá á bara að gera eitt­hvað annað.“

Aðstæður fyrir þríþrautaræfingar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en Katrín lætur það ekkert á sig fá. Henni finnst skemmtilegast að hjóla og byrjaði í dag að keppa á Örnu mótinu á Vestfjörðum þar sem hjólaðir eru 960 kílómetrar.
Mynd/Aðsend

Þrátt fyrir að­stöðu­leysið í Bolungar­vík segir Katrín að ef hausinn er í lagi þá sé allt mögu­legt. „Ef fólk langar að gera eitt­hvað og ef því finnst það skemmti­legt þá er allt hægt. En ef þetta er leiðin­legt þá á bara að gera eitt­hvað annað.“

„Það skiptir engu máli hvaðan fólk kemur. Að­stæður skipta engu máli. Þetta er bara hausinn. Ég get hlaupið sama hringinn og er ekkert að velta því fyrir mér. Ég get líka hjólað lengi sama slóðann. Ég gerði það í fyrra. Hjólaði sömu fimm kíló­metrana þar til ég var komin með 140 kíló­metra eða vega­lengdina í Járn­kallinum. Mér finnst gaman að æfa og gaman að hjóla og að­stæður skipta mig engu,“ segir Katrín.