Fimm flugvélar af gerðinni DC-3, eða þristar, sem voru á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands höfðu viðkomu á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.

Leiðangur flugvélanna var í tilefni þess að 75 ár eru frá innrás Bandamanna í Normandi í síðari heimsstyrjöldinni. Í Bretlandi verður þessa atburðar minnst með athöfn.

Fram kemur í tilkynningu að DC-3 hafi flutt þá fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandi til að taka þátt í innrásinni. Flugvélar þessarar gerðar munu taka þátt í athöfninni.

„Flugmálafélag Íslands, Isavia, Þristavinafélagið og fyrirtæki sem annast þjónustu og afgreiðslu ferjuflugvéla á Reykjavíkurflugvelli hafa unnið saman að móttöku vélanna og aðstoða áhafnir þeirra eftir þörfum. Fulltrúar áhafnanna verða við vélarnar til að veita upplýsingar um leiðangurinn og vélarnar. Sex Þristar til viðbótar eru væntanlegir til Reykjavíkur, tveir mögulega í kvöld en í síðasta lagi koma þær allar á morgun, miðvikudag,“ segir í tilkynningunni.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir.

Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Fréttablaðið/Stefán Karlsson