Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að sameina þrjá starfshópa sem koma að einstaka málefnum leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Í bænum voru þrír starfshópar að vinna að því sama: nefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka, starfshópur um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi og faghópur um leikskólamál.

Þessir þrír verða sameinaðir í einn sameinaðan starfshóp um framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg.