Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílslys á hringveginum við Grjótá á Öxnadalsheiði í morgun. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi Eystra á Facebook og segir að um minni háttar meiðsl sé að ræða.

Þar segir að slysið hafi orðið er ekið var aftan á bíl sem lagt var í vegkant. Var ökumaður að bakka bílnum þegar annar bíll skall á honum. Annar bíllinn er að sögn lögreglu óökufær.

Veginum um Öxnadalsheiði var lokað eftir slysið en er nú opinn að nýju.