Mik­­il skelf­­ing greip um sig í Was­h­ingt­­on í Band­­a­­ríkj­­un­­um þeg­­ar þrír voru skotn­­ir fyr­­ir utan Nat­­i­­on­­al Parks hafn­­ar­­bolt­­a­­völl­­inn á með­­an leik Was­h­ingt­­on Nat­­i­­on­­als og San Di­­eg­­o Padr­­es stóð í gær­kvöld­i. Vall­­ar­­gest­­ir streymd­­u út af vell­­in­­um og leik­­menn geng­­u af vell­­i til að leit­­a skjóls.

Fólk­ið er ekki í lífs­hætt­u. Að sögn lög­regl­u virð­ist sem að far­þeg­ar í tveim­ur bíl­um hafi skipst á skot­um og einn veg­far­and­i varð fyr­ir skot­i. Lög­regl­a leit­ar nú að grárr­i To­y­ot­a Cor­oll­a bif­reið sem á vant­ar hjól­kopp. Bíll­inn náð­ist á ör­ygg­is­mynd­a­vél og virt­ist vera með bráð­a­birgð­a bíl­núm­er frá Virg­in­í­u­rík­i.

Leik­ur­inn var stöðv­að­ur þeg­ar Padr­es voru með for­yst­un­a, 8-4. For­svars­menn Nat­i­on­als segj­a að leikn­um verð­i lok­ið í kvöld og dag­skrá þeirr­a riðl­ist ekki.

Yfir­völd segj­a að vall­ar­gest­um hafi ekki ver­ið í hætt­u. „Fólk á vell­in­um var aldr­ei í neinn­i hætt­u,“ seg­ir Ashan M. Ben­e­dict, að­stoð­ar­yf­ir­lög­regl­u­þjónn hjá lög­regl­unn­i í Was­hingt­on. Hann sagð­i að bíl­arn­ir hefð­u ekki á brott eft­ir skot­á­rás­in­a og lög­regl­a fund­ið einn þeirr­a og tveir far­þeg­ar hans voru yf­ir­heyrð­ir á sjúkr­a­hús­i en þang­að voru þeir flutt­ir eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir skot­um.

Vall­ar­gest­ir sem New York Tim­es rædd­i við sögð­u að þeir hefð­u heyrt það sem hljóm­að­i eins og skot­hvell­ir. Marg­ir voru ringl­að­ir og reynd­u að kom­ast brott. Í til­kynn­ing­u í hljóð­kerf­i vall­ar­ins var fólk beð­ið um að hald­a ró sinn­i og yf­ir­gef­a ekki völl­inn.

Fólk yf­ir­gef­ur sæti sín eft­ir að skot­hljóð heyrð­ust.
Fréttablaðið/AFP