Jarð­skjálfta­virkni heldur á­fram á Reykja­nes­skaga. Á vef Veður­stofunnar kemur fram að klukkan 11:35 mældist skjálfti af stærð 3,5 1 kíló­metrum vestur af Eld­vörpum. Þar kemur einnig fram að skjálftinn hafi fundist vel í Grinda­vík og að um hálf­tíma seinna hafi annar skjálfti, að stærð 3,7, mælst á sömu slóðum.

Bryn­dís Ýr Gísla­dóttir náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofunni segir að jarð­skjálftarnir í morgun hafi verið á öðrum stað en sá stóri í gær en að þeir tengist þó lík­lega eitt­hvað.

Í gær var öflugur skjálfti í Þrengslum austan við Lamba­fell að stærð 4,8 á um átta kíló­metra dýpi sem fannst vel á Suður­landi, höfuð­borgar­svæðinu og allt upp í Borgar­fjörð.

„Mögu­lega varð ein­hver spennu­breyting eftir stóran skjálftann sem er svona ná­lægt. En það hefur líka verið mjög mikil jarð­skjálfta­virkni á Reykja­nes­skaga síðustu daga og vikur og það er líka að valda mikilli spennu­breytingu. Þetta hefur verið að hoppa á milli nokkurra svæða á Reykja­nesinu, það er í kringum Grinda­vík, Reykja­nes­tá og Kleifar­vatn.“

Teljið þið að þetta sé undan­fari goss?

„Það er erfitt að segja,“ segir Bryn­dís ÝR og að hjá Veður­stofunni sé á­vallt fylgst vel með og að þau haldi því á­fram.