Þrír sjúklingar á Landakoti hafa greinst með COVID-19 til viðbótar við þá sextán sjúklingar sem nú þegar hafa greinst.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Verið er að rekja smitin en Páll segir að í nær öllum tilvikum megi rekja smit til starfsmanna.

„Það má segja að í raun í nær öllum tilfellum þar sem sýkingar hafa komið upp á heilbrigðisstofnunum er það vegna þess að starfsfólk komi með sýkingar inn,“ sagði Páll.

„Okkur virðist að þannig sé einnig í þessu tilfelli þrátt fyrir að fólk fari mjög varlega og sýna ýtrustu smitgát er þetta býsna skæð veira. Við verðum enn að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að gæta ýtrustu varúðar og smitgátar og auðvitað ef fólk hefur minnsta grun um að það sé eitthvert veikt fyrir.“