Þrír eru særðir í hið minnsta eftir skotárás sem átti sér stað í Kristianstad í Svíþjóð um fjögurleytið að staðartíma í dag.
SVT greinir frá.
Lögregla fékk tilkynningu um hávær skothljóð og þegar komið var á staðinn fundust þrír særðir með því sem talið er vera byssuskot. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús en ekki er vitað um ástand þeirra.
Lögregla hefur girt af tvö nærliggjandi svæði og er annað þeirra nálægt verslunarmiðstöð.
Að sögn fjölmiðlanna Aftonbladet og Expressen er lögregla með mikinn viðbúnað á vettvangi og hefur verið kallað eftir liðsauka.
Fréttin verður uppfærð.