Þrír eru særðir í hið minnsta eftir skot­á­rás sem átti sér stað í Kristian­stad í Sví­þjóð um fjögur­leytið að staðar­tíma í dag.

SVT greinir frá.

Lög­regla fékk til­kynningu um há­vær skot­hljóð og þegar komið var á staðinn fundust þrír særðir með því sem talið er vera byssu­skot. Tveir hafa verið fluttir á sjúkra­hús en ekki er vitað um á­stand þeirra.

Lög­regla hefur girt af tvö nær­liggjandi svæði og er annað þeirra ná­lægt verslunar­mið­stöð.

Að sögn fjöl­miðlanna Afton­bladet og Expres­sen er lög­regla með mikinn við­búnað á vett­vangi og hefur verið kallað eftir liðs­auka.

Fréttin verður upp­færð.