Fá­mennt var á ríkis­stjórnar­fundi í morgun og að­eins einn úr liði Sjálf­stæðis­flokksins mættur, Jón Gunnars­son. Þetta stað­festir Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra.

Öll ríkis­stjórnin var send í PCR próf í gær og í ljós hefur komið að þrír ráð­herrar Sjálf­stæðis­flokksins eru með CO­VID-19 og því komin í ein­angrun. Þetta eru Bjarni Bene­dikts­son, Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir.

Guð­laugur Þór Þórðar­son er hins vegar á Tenerife og hefur verið þar síðan fyrir jól.

Að­eins tveir ráð­herrar voru með mál á dag­skrá ríksi­stjórnar­fundar.

Heil­brigðis­ráð­herra fór yfir stöðu far­aldursins innan­lands og for­sætis­ráð­herra ræddi stöðuna í ná­granna­ríkjunum.

Þá upp­lýsti hún ríkis­stjórnina um þá á­kvörðun sína að á­frýja ekki nýjum dómum um bætur vegna Guð­mundar- og Geir­finns­mála.

Al­þingi er enn að ræða fjár­laga­frum­varp fjár­mála­ráð­herra en búist er við fjár­laga­frum­varp verði sam­þykkt á morgun eða á fimmtu­dag.

Auk fyrrnefndra ráðherra er töluvert af þingmönnum í einangrun og því nokkuð margir varaþingmenn inni sem greiða munu atkvæði um fjárlögin.