Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 smit við landamæraskimun í gær en allir reyndust vera með mótefni. Ellefu eru í einangrun með virkt smit hér á landi og 92 í sóttkví.

1.918 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær. Auk þeirra voru 132 önnur greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Frá og með deginum í dag þurfa farþegar frá Noregi, Dan­mörku, Finn­landi og Þýska­landi hvorki að fara í skimun né sóttkví við komuna til landsins.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að stjórnendur skimunar­verk­efnisins gera ekki ráð fyrir að skima mikið færri við landa­mærin þrátt fyrir þessar breytingar sótt­varna­læknis. Þeir segja lík­legt að flug­ferðum til landsins fjölgi á móti.

Gert er ráð fyrir á­tján flug­vélum til landsins í dag en fjöldi þeirra sem munu koma til landsins í gegnum Kefla­víkur­flug­völl næstu daga er sagður mjög ó­ljós.

Sex smit greindust við landamærin í gær, þar af tvö virk smit. Þrír reyndust vera með gamalt smit og einn bíður enn niðurstöðu úr mótefnamælingu.