Þrír voru með allar tölurnar réttar í Lottóinu í kvöld og fær hver 7,2 milljónir króna í sinn hlut. Potturinn að þessu sinni var tvö­faldur en allir vinnings­miðarnir voru keyptir á lotto.is.

Þá voru tveir miða­hafar með bónus­vinninginn og hlýtur hvor þeirra 258.970 krónur. Annar miðinn var keyptur á lotto.is og hinn er í á­skrift.

Tíu voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Fjórir miðanna eru í á­skrift, þrír voru keyptir á lotto.is, tveir voru keyptir í appinu og einn var keyptur í verslun Olís í Álf­heimum.