Þrír heimiliskettir og einn hundur í Hollandi voru greindir með kórónaveiruna í Hollandi í þessari viku.

Landbúnaðarráðherra Hollands greindi frá þessu í samtali við hollenska fjölmiðilinn RTL.

„Það er allt sem bendir til þess að þessi dýr hafi smitast af eigendum sínum. Ef þú finnur fyrir einkennum, ekki faðma dýrin þín,“ sagði Carola Schouten í samtali við RTL.

Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi tóku í sama streng en minntu á að líkurnar á að dýr smitist af sjúkdómnum eru afar litlar.