Þrír Ís­lendingar hafa fengið bætur vegna líkam­legs tjóns eftir bólu­setningu gegn kórónu­veirunni. RÚV greindi frá þessu í gær.

Það hafa alls 40 sótt um bætur vegna tjóns af völdum bólu­setningar, en tveimur um­sóknum hefur nú þegar verið hafnað. Aðrar um­sóknir eru í vinnslu hjá Sjúkra­tryggingum Ís­lands sem sjá um að greiða bæturnar. Ís­lenska ríkið er hins vegar á­byrgt fyrir tjóni vegna bólu­setninga.

RÚV hafði eftir Ingi­björgu K. Þor­steins­dóttur, sviðs­stjóra hjá Sjúkra­tryggingum Ís­lands að það taki tíma að vinna úr um­sóknum, þar sem það þarf að rann­saka hvert til­felli fyrir sig og fylgjast með þeim auak­verkunum sem fólk hefur orðið fyrir. Þá þarf að meta hvort líkam­legt tjón vegna bólu­setningar sé varan­legt eða hvort um sé að ræða tíma­bundnar auka­verkanir.

Ingi­björg segir að SÍ hafi fengið að­stoð frá sér­fræðingum á Lands­spítalanum við mat á líkum á því að líkams­tjón fólks sé af­leiðing bólu­setningar vegna kórónu­veiru og hvort tjónið sé varan­legt.

Þá hefur Lyfja­stofnun Ís­lands borist alls 6178 til­kynningar um auka­verkanir í kjöl­far bólu­setningar vegna kórónu­veiru, en 300 af þeim eru al­var­legar.