Þrír ein­staklingar eru inni­liggjandi á Land­spítala vegna CO­VID-19 en ein­stak­lingur á tví­tugs­aldri var lagður inn í gær. Þetta kom fram á upp­lýsing­fundi al­manna­varna í dag.

„Hann [einstaklingurinn á tvítugsaldri] er ekki á gjör­gæslu en einn ein­stak­lingur sem hefur verið talað um áður er á gjör­gæslu þannig að það eru þrír inni­liggjandi á Land­spítala. Alls hafa því fjórir þurft á spítala­vist að halda í þessari lotu far­aldursins í gær,“ sagði Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir á fundinum.

Frá fimm­tánda júní hafa alls hundrað og sau­tján ein­staklingar greinst innan­lands, flestir af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en ellefu hjá Ís­lenskri erfða­greiningu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Fréttablaðið/Anton Brink

Tveir ein­staklingar greindust með virkt smit innan­lands í gær. Bæði smitin voru greind af ÍE í Vest­manna­eyjum. Báðir ein­staklingarnir voru í sótt­kví við greiningu.

Rað­greining á veirunni bendir til þess að um sömu veiru sé að ræða og áður hefur komið fram en ekki hefur tekist að rekja öll smitin sem hafa greinst af völdum þessarar undir­tegundar af veirunni.

Í gær voru greind 173 sýni af veiru­fræði­deild Land­spítalans og greindist enginn já­kvæður. Yfir 900 manns eru í sótt­kví um þessar mundir lang­flestir á höfuð­borgar­svæðinu.

Til skoðunar að slaufa sýnatöku tvo

Á landa­mærunum voru tekin ó­venju mörg sýni í gær, tæp­lega þrjú þúsund sýni og einungis einn með virkt smit og einn að bíða eftir mót­efna­mælingu.

Frá 13. júlí hefur sú á­kvörðun verið í gildi að þeir ein­staklingar sem hafa víð­tækt tengsla­net hér­lendis eða dvelja hér lengur en tíu daga þurfa að fara í heim­komu­smit­gátt og síðan í sýna­töku tvö.

Þetta var gert vegna þess að tveir ein­staklingar sem greindust nei­kvæðir við fyrstu skimun en kom síðan upp smit nokkrum dögum síðar. Þór­ólfur sagði lík­legt að þessu fyrir­komu­lagi verður breytt.

„Rúm­lega átta þúsund ein­staklingar hafa farið í sýna­töku tvö og einungis tveir greinst með virkt smit þannig að það er því til skoðunar hvort eigi að breyta þessu. Þetta er mikið álag og það gæti orðið ofan á næstunni,“ sagði Þór­ólfur.

Ekki úti­lokað að fleiri muni greinast í Eyjum

Ís­lensk erfða­greining er enn­þá með skimanir í gangi í sam­fé­laginu og hefur fyrir­tækið skimað um 4800 ein­stak­linga í þessari lotu og hafa ellefu greinst já­kvæðir. Þór­ólfur sagði að verið væri að skima sér­stak­lega í kringum þessi til­felli sem hafa verið að greinast síðustu daga.

„Nú er verið að taka sýni í Vest­manna­eyjum þannig að í saman­tekt er hægt að segja að það eru enn að greinast nokkrir ein­staklingar með CO­VID-19 sem tengjast hóp­sýkingunni í Vest­manna­eyjum. Vís­bendingar eru um að þeim fari fækkandi. Skimun er haldið á­fram í Vest­manna­eyjum og því ekki úti­lokað að fleiri muni greinast á næstu dögum,“ sagði Þór­ólfur en alls hafa ellefu ein­staklingar greinst í tengslum við hóp­sýkinguna í Eyjum.

Fréttin hefur verið uppfærð