Nú eru fimm­tán sjúk­lingar inni­liggjandi á Land­spítala vegna Co­vid-19. Þrír eru á gjör­gæslu og eru allir í öndunar­vél. Meðal­aldur inni­liggjandi er 59 ár.

Þetta kemur fram á vef Land­spítala. Þar segir enn fremur að 1.359 sjúk­lingar, þar af 324 börn, séu í eftir­liti á Co­vid-göngu­deildinni.

Frá upp­hafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 169 inn­lagnir vegna Co­vid-19 á Land­spítala.