Þrír hollenskir hermenn voru skotnir í miðborg Indianapolis í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags. Tveir þeirra slösuðust alvarlega.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Hollendingarnir hafi verið við heræfingar í suðurhluta Indiana þegar þeir skelltu sér út á lífið að kvöldi föstudags. Þeir lentu í orðaskaki við hóp manna fyrir utan hótel sem þeir dvöldu á og endaði það þannig að þeir voru allir skotnir.

Í frétt Indianapolis Star kemur fram að tveir hafi verið fluttir lífshættulega særðir á sjúkrahús en ástand þess þriðja er sagt stöðugt. Enginn hefur verið handtekinn en lögregla er með málið til rannsóknar.