Þrír ein­staklingar voru hand­teknir eftir að lög­reglan á Suður­nesjum gerði hús­leit í um­dæminu um helgina. Í hús­leitinni fundu lög­reglu­menn þrjá poka af kókaíni, sveðju og þrjá hnífa.

Minna á fíkni­efna­símann

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að hús­ráðandi hafi játað eign sína á fíkni­efnunum og vopnunum og af­salaði sér þeim til lög­reglu. Þá minnir lög­regla fólk á fíkni­efna­símann 800-5005 þar sem hægt er að koma á fram­færi nafn­lausum upp­lýsingum um fíkni­efna­mál.