Einn ein­stak­lingur til við­bótar hefur nú fundist látinn í norska bænum Ask eftir skæðar aur­skriður hófust í bænum síðast­liðinn mið­viku­dag.

Alls hafa nú þrír ein­staklingar látist í skriðunum en tveir fundust látnir í dag og voru þeir í sama húsi.

Lög­regla gaf ekki upp kyn eða aldur þeirra sem fundust í dag en ein­staklingarnir fundust með hjálp leitar­hunda frá Osló.

Leit að eftir­lif­endum mun halda á­fram fram á nótt en enn er sjö manns saknað eftir aur­skriðurnar.

Björgunar­starf hefur reynst gífur­lega erfitt á svæðinu þar sem jörðin er enn ó­stöðug eftir skriðurnar og því þarf að senda leitar­hunda inn á svæðið.

Leit mun síðan halda á­fram eins lengi og þörf er á en björgunar­aðilar halda enn í vonina að finna eftir­lif­endur á svæðinu þrátt fyrir að tíminn sé að renna út.