Í maímánuði hafa þrír sjúk­lingar á Landspítalanum greinst með bakteríur sem eru ó­næmar fyrir nær öllum sýkla­lyfjum og eru ein mesta ógn við lýð­heilsu í heiminum. Um er að ræða nær-al­ó­næmar E. coli eða Klebsi­ella bakteríur.

Tveir af þeim þremur sjúk­lingum sem greindust á Land­spítalanum höfðu verið á sjúkra­húsi er­lendis en einn hafði engin tengsl við sjúkra­hús, að­eins ferðast til lands utan Evrópu og til Banda­ríkjanna þar sem ó­næmi er út­breitt.

Fram kemur í til­kynningu frá sýkla- og veiru­fræði­deild og sýkinga­varna­deild Land­spítala að að á spítalanum gildi strangar reglur um skimun fyrir slíkum bakteríum og ein­angrun sjúk­linga sem greinast með þær. En að á sama tíma sé mikil að­sókn, krafa um hraða af­greiðslu og þrengsli á við­kvæmum stöðum á sjúkra­húsinu, eins og til dæmis á bráða­mót­tökunni, og því sé oft erfitt að ein­angra sjúk­linga á við­unandi hátt. Við slíkar að­stæður er mikil hætta á dreifingu baktería á milli ein­stak­linga og í um­hverfið.

Í til­kynningunni er því í­trekað mikil­vægi þess að starfs­fólk muni eftir og fylgi reglum um ein­angrun, skim­ræktanir og hand­þvott.

Til­kynning Land­spítalans er að­gengi­leg hér.