Þrír franskir menn voru fyrr í dag dæmdir til dauðarefsingar í Írak fyrir að hafa gengið til liðs við íslamska ríkið. Mennirnir hafa 30 daga til að áfrýja dómnum. Mennirnir voru í hópi 12 karlmann sem voru handteknir í Sýrlandi og voru svo fluttir til Írak.

Um er að ræða fyrsta skipti sem menn sem hafa gengið til liðs við íslamska ríkið frá Frakklandi eru dæmdir til dauða. Frönsk yfirvöld hafa ekki brugðist við dómnum samkvæmt vefbreska ríkisútvarpsins. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, var spurður út í málið í febrúar en þá neitaði hann að svara fyrir það og sagði að Írakar svari fyrir það.

Hundruð manna hafa verið sóttir til saka fyrir sömu sakir í Írak en enginn hefur enn verið tekinn af lífi. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin harðlega og sagt sönnunargögn af skornum skammti og að játningar séu fengnar með pyntingum.