Tveir bílar skullu saman á Miklubraut um sjöleytið í kvöld og voru þrír fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri slökkviliðs í samtali við Fréttablaðið.

Áreksturinn varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og urðu lítils háttar um­ferðartaf­ir í kjölfarið. Slökkvilið var kallað út ásamt tveimur sjúkrabílum og lögreglu.

„Þrír einstaklingar voru fluttir á slysadeildina,“ segir varðstjóri en getur ekki greint nánar frá ástandi farþeganna.

Mynd/Aðsend