Nokkurra bíla á­rekstur varð við Esju­rætur fyrr í dag. Um­ferð á veginum var lokuð og slökkvi­liðið er með tölu­verðan við­búnað á svæðinu. Tveir dælu­bílar og nokkrir sjúkra­bílar eru á staðnum.

Vísir greindi fyrst frá en Bjarni Ingi­mars­son, varð­stjóri hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins, segir í sam­tali við Vísi að fjórir til fimm bílar hafi lent í á­rekstrinum.

Í sam­tali við mbl.is segir Bjarni að þrír hafi verið fluttir af vett­vangi með minni­háttar á­verka en alls sex­tán hafi lent í á­rekstrinum.

Um­ferð stíflaðist í báðar áttir en lög­reglan stýrir um­ferðinni fram hjá slysstað.

Fréttin hefur verið uppfærð.