Þrír bræður í Bólivíu voru lagðir inn á spítala eftir að hafa verið bitnir af svörtu ekkjunni í von um að þeir myndu breytast í köngulóamanninn (e. Spider-Man).

Bræðurnir sem um ræðir eru tólf, tíu og átta ára og koma frá Chayanta, litlum bæ í Andean héraði í Bólivíu.

Starfsmaður heilbrigðisráðuneytis Bólivíu sagði í samtali viðfjölmiðla þar í landi að bræðurnir hefðu notað prik til að espa upp köngulónna þann 14. maí síðastliðinn.

Markmiðið var að hún myndi bíta þá alla og með því myndu þeir öðlast sömu krafta og SpiderMan.

Í ævintýrunum um Spider-Man er Peter Parker bitinn af geislavirkri könguló sem gefur honum ofurkrafta.

Móðir drengjanna var fljót að fara með þá á spítala í bænum eftir að hafa komið að þeim grátandi en í ljósi ástandsins var fljótlega ákveðið að senda þá á spítala í Laz Paz, höfuðborg Bólivíu.

Drengirnir voru útskrifaðir af spítala þann 20. maí síðastliðinn

Draumurinn um að öðlast sömu krafta og Spiderman rættist ekki að þessu sinni.
Mynd/Fréttablaðið