Þriggja bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku rétt fyrir fimm í dag. Einn var fluttur á slysadeild að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en voru meiðslin minniháttar.

Dælu­bíll og sjúkra­bíl­ar voru kallaðir út og reyndust bílarnir hafa orðið fyrir miklu tjóni en tveir voru dregnir af vettvangi.