Þrír karl­menn á þrí­tugs­aldri voru í dag í Héraðs­dómi Reykja­víkur úr­skurðaðir í viku­langt á­fram­haldandi gæslu­varð­hald vegna líkams­á­rásar í mið­borg Reykja­víkur í síðustu viku.

Gæslu­varð­halds­úr­skurðurinn rennur því út þann 29. janúar og er á grund­velli rann­sóknar­hags­muna að kröfu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að rann­sókn málsins miði vel en að ekki sé hægt að veita frekari upp­lýsingar um gang rann­sóknarinnar að svo stöddu.