Tíu manns liggja inni á Land­spítala vegna CO­VID-19 og þar af eru þrír á gjör­gæslu og eru tveir af þremur í öndunar­vél. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Land­spítalans.

Í morgun var til­kynnt að átta væru á spítala og tveir á gjör­gæslu. Ljóst er að síðan þá hefur því bæst við þann hóp.

Vegna vaxandi þunga Co­vid-19 far­aldursins og að enn eigi inn­lagna­þungi sjúk­linga með Co­vid-19 eftir að aukast, hefur Land­spítali eflt við­bragð sitt i sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun.

Svefn­deild verður lokað frá og með morgun­deginum, 1. októ­ber. Ljóst er að vegna að­stæðna má búast við breyttri starf­semi á nokkrum deildum spítalans og að starfs­fólk verði tíma­bundið beðið að færa sig til í starfi, eftir því sem nauð­syn krefur.