Næsti lausi tími til að gifta sig hjá sýslu­manninum á höfuð­borgar­svæðinu er 4. nóvember. Sig­ríður Kristins­dóttir, sýslu­maður á höfuð­borgar­svæðinu, segir að það sé ekki ó­vana­legt en síðustu ár hefur verið mikil aukning í borgara­legum vígslum hjá em­bættinu.

Sam­kvæmt nýjustu tölum Hag­stofunnar voru þær um þriðjungur, eða 37 prósent, allra hjóna­vígslna í fyrra en voru 14,6 prósent árið 2000.

„Frá 2015 til 2019 var átta prósent aukning,“ segir Sig­ríður.

Árið 2019 voru 544 borgara­legur vígslur hjá sýslu­manninum á höfuð­borgar­svæðinu sem er um 75 prósent allra slíkra vígslna á landinu.

Þeim fækkaði svo í 454 árið 2020 og var hlut­fallið 67 prósent af öllum borgara­legum vígslum á landinu.

13 vígslur í hverri viku

Sig­ríður segir að hluti vígslnanna hafi alltaf verið er­lent fólk sem hingað kemur sér­stak­lega til að gifta sig og þeim hafi fækkað í fyrra en að þau haldi ekki sér­stak­lega utan um þetta hjá em­bættinu.

Það sem af er þessu ári hafa verið 386 hjóna­vígslur. Að sögn Sig­ríðar eru vígslur á fimmtu­dögum og föstu­dögum frá há­degi, alls 13 vígslur í hverri viku.

„Þú þarft að upp­fylla á­kveðin hjóna­vígslu­skil­yrði og við höfum leyft það að ef að fólk er byrjað í veg­ferðinni að afla sér leyfi til að gifta sig þá má það taka frá tíma, ef það er búið að leggja gögn inn en ekki búið að yfir­fara þau eða sam­þykkja,“ segir Sig­ríður.

Hún segir að það þurfi mögu­lega að skoða að fjölga tímum í sam­ræmi við aukna eftir­spurn.

„2015 voru vígslurnar 335 en það sem af er ári eru þær 386 þannig það þarf að skoða hvort það þurfi að fjölga vígslum á viku,“ segir Sig­ríður.