Antón­i­o Gut­er­res, að­al­rit­ar­i Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a, hef­ur for­dæmt árás ísl­amskr­a víg­a­mann­a á þorp í norð­ur­hlut­a Afrík­u­rík­is­ins Búrk­ín­a Fasó þar sem í það minnst­a 130 féll­u. Á­rás­in er sú mann­skæð­ast­a í land­in­u í mörg ár en víg­a­sveit­ir ísl­am­ist­a hafa sótt í sig veðr­ið í land­in­u und­an­far­ið og fram­ið fjöld­a á­rás­a á sak­laus­a borg­ar­a.

Heim­il­i og mark­að­ur í þorp­in­u Sol­han voru lögð í rúst í á­rás­inn­i sem átti sér stað á föst­u­dags­nótt. Enginn hef­ur lýst á­byrgð á verkn­að­in­um. Önnur árás átti sér stað sömu nótt en þá féll­u 14 í árás á þorp­ið Tad­ar­y­at sem er í um 150 kíl­ó­metr­a fjar­lægð frá Sol­han. Í síð­ast­a mán­uð­i féll­u 30 í árás í aust­ur­hlut­a lands­ins.

Gut­er­res for­dæmd­i á­rás­in­a í yf­ir­lýs­ing­u og sagð­i hana sví­virð­i­leg­a. Hann í­trek­að­i þörf­in­a á því að al­þjóð­a­sam­fé­lag­ið grip­i til taf­ar­lausr­a að­gerð­a til að stemm­a stig­u við upp­gang­i öfg­a­mann­a.

Rock Ka­bor­e, for­set­i Búrk­ín­a Fasó, hef­ur lýst yfir þriggj­a daga þjóð­ar­sorg vegn­a á­rás­ar­inn­ar. Hann seg­ir mik­il­vægt að í­bú­ar lands­ins stand­i sam­an gegn hryðj­u­verk­a­mönn­um en her lands­ins hef­ur geng­ið illa í bar­átt­unn­i gegn þeim.