Tafir voru á umferð á Miklubraut á áttunda tímanum í dag vegna umferðarslyss en að því er kemur fram í frétt mbl.is um málið skullu þar þrír bílar saman.

Áreksturinn var nálægt gatnamótunum við Kringlumýrarbraut samkvæmt frétt mbl.is en lögregla og sjúkrabíll fóru á vettvang. Enginn virðist hafa slasast alvarlega við slysið.

Nokkuð var um hálku á flestum vegum utan höfuðborgarsvæðisins í nótt og í morgun og minni hálka innan höfuðborgarsvæðisins.